- Auglýsing -
16 einstaklingar hafa greinst með COVID-19 kórónuveiruna eftir skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi. Þetta staðfestir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við Vísir.
Alls er búið að greina 1600 sýni úr skimuninni. Kári gerir ráð fyrir að í kvöld verði búið að greina um 2500 sýni.
Í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær kom fram að um helmingur smitaðra úr skimun ÍE hefði ekki verið orðinn veikur og hinn helmingurinn hefði verið með „venjulegt kvef.”