Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

17 íslenskir dómarar heita yfirvöldum „trú og hlýðni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir starfandi dómarar við Hæstarétt Íslands og Landsrétt hafa undirritað nýrri útgáfu drengskaparheits dómara þar sem þeir heita að „að halda stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Þetta er í stað eldra drengskaparheits sem lofar að dómari verði „trú/r og hlýðin/n stjórnvöldum“ 17 starfandi héraðsdómarar hafa hins vegar undirritað heit um hlýðni við yfirvöld.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Þór Ólafssonar, þingmanns Pírata. Það er þó ekki þar með sagt að dómararnir 17 skuli sitja og standa í samræmi við óskir yfirvalda. Stjórnarskrá Íslands kveður á um að dómendur skuli einungis fara að lögum í embættisverkum sínum. Þá segir í lögum um dómstóla að dómarar séu sjálfstæðir í stöfum sínum og leysi þau af hendi á eigin ábyrgð.

„Það er afstaða ráðherra að dómurum beri í störfum sínum að halda trúnað við stjórnarskrá lýðveldisins og landslög öll. Það er ekki afstaða ráðherra að dómarar hafi trúnaðar- eða hlýðniskyldum að gegna gagnvart honum. Í því sambandi skal áréttað að í 2. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um þrískiptingu ríkisvalds. Af því leiðir að ekki er á valdsviði ráðherra að gefa dómurum fyrirmæli um störf sín og bæri þeim engin skylda til að gegna slíkum fyrirmælum væru þau gefin. Texti í drengskaparheiti um að dómari heiti að vera stjórnvöldum landsins trúr og hlýðinn víkur fyrir ákvæðum stjórnarskrár og landslaga samræmist hann þeim ekki,“ segir í svari ráðherra til þingmanns Pírata um hvort ráðherra líti svo á að þeir dómarar sem ekki hafa undirritað nýtt drengskaparheit „skuli vera trúir og hlýðnir ráðherra?“

Ráðherra lítur ekki svo á að leysa þurfi héraðsdómara sem undirrituðu eldri útgáfu af drengskaparheiti undan því. Dómurum sé tryggt sjálfstæði í stjórnarskrá og lögum um dómstóla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -