Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

17% leikfangaslíms ekki í lagi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýleg könnun Neytendastofu sýnir að 17% leikfangaslíms er ekki í lagi, en af 211 slíkum sem skoðuð voru, reyndust 37 innihalda of hátt magn boron. Neytendastofa fylgdi eftir evrópsku samstarfsverkefni sem gert var árið 2019 þar sem skoðað var öryggi leikfangaslíms.

Fulltrúi Neytendastofu kannaði markaðinn á leikfangaslími og skoðaði um 80 tegundir, merkingar og umbúðir. Tilgangur verkefnisins var að sannprófa innihaldslýsingar leikfangaslíma. Eitt af efnunum í flestum slímum er boron. Markmiðið var að athuga hvort of mikið magn væri af boron í slímum, en eituráhrif af völdum efnisins geta verið mjög hættuleg.

Í frétt á vef Neytendastofu er tekið fram að leikfangaslím er mismunandi að þykkt. Hættan við leikfangaslímið, sem er vinsælt meðal barna, er að oft er blandað efni í slímið sem heitir boron. Ef boron innihald fer yfir ákveðin mörk skapast hætta. Of mikið boron innihald í leikfangaslími seytlar í gegnum húð. Þetta hefur það að verkum að leyfilegt boron innihald í þykku slími (galdraleir) er meira en í blautu slími.

Hámarksgildi borons í blautu slími er 300 mg/kg en í galdraleir eru mörkin 1200 mg/kg þar sem leirinn seytlar ekki eins auðveldlega í húðina.

Nokkur sýnishorn yfir hættumörkum

Neytendastofa safnaði saman níu sýnishornum af leikfangaslími og sendi í prófun. Fjögur þeirra féllu því boron innihald umræddra slíma var yfir hættumörkum. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu áhyggjuefni því 44% sýnishornanna voru dæmd hættuleg. Niðurstöður prófana voru sendar til söluaðila og hafa þeir brugðist við með innköllunum og förgun umræddra vara.

- Auglýsing -

Niðurstöður þessarar skoðunar fyrir Evrópu voru svipaðar þeim á Íslandi. Langhæsta gildi sem mældist í þessari könnun var að finna í sýni sem tekið var í Noregi. Varan sem nýtur þessa vafasama heiðurs heitir „Flabby funny slime“. Í því sýni mældist boron innihald 6030 mg/kg eða um 20 falt hámark.

Neytendastofa beinir eftirfarandi tilmælum til neytenda:

*Þegar leikföng eru keypt handa börnum er mikilvægt að hafa í huga að kaupa aðeins leikföng sem eru CE merkt. Fólk ætti einnig að hafa í huga að það er til urmull af fölsuðum leikföngum og eftirlíkingum.
*Fólk ætti ekki að búa til leikfangaslím heima hjá sér því efnin sem notuðu eru til slímframleiðslu eru beinlínis hættuleg og lítið þarf út af bera til að gera skemmtilegt slím hættulegt. Dæmi eru um sjúkrahúsinnlagnir á Íslandi vegna heimagerðs leikfangaslíms

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -