Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Dóra gefur upplifanir í gjafir: „Ég hef útbúið gjafabréf á barnapössun “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóra Svavarsdóttir, neytandi vikunnar, er matreiðslumeistari og kennari. Hún er núna að endurskipuleggja lífið eftir veikindi. Það skiptir hana meiru máli núna að miðla og segja frá því sem skiptir máli í stóra samhenginu. Hún ræðir heimsmálin við köttinn sinn hann Teknó, þegar þau spígspora um Vesturbæinn, milli þess sem hún kennir matreiðslunámskeið og sinnir verkefnum fyrir Slow Food Reykjavík samtökin.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Innkaupalistar eru lykilatriði og athuga hvað er til áður en farið er í búð. Nýta allt sem er til og reyna að forðast matarsóun. Nota frystinn og kaupa frystivöru og muna eftir því líka að nota úr frystinum. Vera passlega kærulaus gagnvart dagsetningum og nota baunir og grænmeti sem uppistöðuna í matnum og krydda með kjöt og fisk.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

Ég nota allan mat upp til agna. Umbúðir reyni ég að nota aftur og aftur. Ég geri við föt og reyni að láta þau endast. Það er í góðu lagi að elda mikið af mat ef þú ert með plan fyrir afganginn. En ef hann endar í ruslinu nokkrum dögum seinna, þá þarf að athuga hvað sé að gerast.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

- Auglýsing -

Gjafir eru mest upplifanir, fara í lautarferð, göngur, matarboð o.fl. í þeim dúr. Ég hef útbúið gjafabréf á tíma, t.d. barnapössun, mjaltir og ýmislegt fleira. Ég reyni að velja innlenda framleiðslu bæði í mat og fatnaði. Ég reyni að passa að föt séu úr gæða efnum sem endast vel og lengi.

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Húfur og hattar eru mínir veikleikar. Á aldrei nóg, en svipast um eftir notuðum. Svo er gaman að fara út að borða, ég lít svo á að þar sé ég að sinna minni skyldu við að efla hagvöxt.

- Auglýsing -

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já gríðarlega miklu máli. Við stöndum frammi ógnar stórri vá sem loftslagsmálin eru. En það góða er að við getum gert alveg fullt sem einstaklingar til að leggja okkar á vogarskálarnar. Bara með því að minnka matarsóun, minnka kjötneyslu, minnkað útblástur frá bílum með skynsamlegri akstri.

Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að við sem einstaklingar tökum ábyrgð á
okkar neyslu, styðjumst við Rin 6 á ensku: Rethink, Reduce, Reuse, Refuse, Repair
og Recycle. Fyrsta skrefið er alltaf að endurhugsa til hvers við þurfum eitthvað. Á ég
kannski eitthvað annað sem hægt er að nota í staðin. Eins líka ef það er eitthvað sem
ég er hætt að nota að koma því áfram til einhvers sem þarf á því að halda. Þetta þarf
ekki að vera eitthvað meinlæta líf, heldur spennandi tækifæri til að reyna á sköpun
og hugmyndaauðgi. Ég er að kenna námskeið sem ég kalla Matur og Loftslagsbreytingar. Eins kem ég með fyrirlestra í stofnanir og fyrirtæki undir heitinu Hamfarahlýnun í hádegismat.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -