Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

2 millj. og 134.000 í húsnæðisstyrk á mánuði: Að búa í glæsihýsi fyrir sunnan skilað 18 milljónum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steingrímur J. Sigfússon hefur búið í Seljahverfi í Breiðholti í 30 ár. Þar á hann skuldlaust 300 fermetra einbýlishús. Sem landsbyggðarþingmaður fær hann 130 þúsund krónur á mánuði í húsnæðiskostnað ofan á laun sín.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, er með tæpar 2 milljónir í laun á mánuði og launahæsti þingmaðurinn. Síðasta launahækkun bætir 1.5 milljón á launaseðilinn yfir árið. Þá fékk forseti Alþingis ríflegan jólabónus að upphæð 181.877. Umdeildasta fjárhæðin sem rataði í vasa Steingríms er sem fyrr húsnæðis- og dvalarstyrkur. Steingrímur fær 1.6 á mánuði þar sem lögheimilið er skráð á landsbyggðinni og bauð fram í Norðausturkjördæmi. Upphæðin er ætluð til að reka tvö heimili en það gerir Steingrímur ekki. Hann hefur í tugi ára búið í glæsihýsum í Breiðholti og Kópavogi. Frá árinu 2007 hefur Steingrímur samtals fengið tæpar 20 milljónir í húsnæðisstyrk.

Steingrímur kostaði tæpar 27 milljónir

Steingrímur raðar hann sér sem fyrr í hóp þeirra sem hala inn flestum milljónum á Alþingi. Þegar allur kostnaður þingmanna við störf fyrir árið 2020, er Steingrímur í öðru sæti og kostnaður við rekstur á Steingrími í pontu forseta þingsins er rétt tæpar 27 milljónir fyrir árið 2020.

Heildarlaun Steingríms hækkuðu um tæpa eina og hálfa milljón á milli ára. Jólabónusinn var veglegur eða um 181.877. Þá fær Steingrímur eins og áður segir 1.6 milljón króna í húsnæðis- og dvalarkostnað þrátt fyrir að hafa síðustu tugi ára búið í glæsilegum einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu. Upphæðin er 18.568.360 krónur sem forseti þingsins hefur fengið frá árinu 2007 af þeirri ástæðu einni að Steingrímur tók sinn slag úti á landi og lögheimilið er skráð á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

Það hefur verið gagnrýnt í mörg ár að þeir þingmenn sem skrá sig á landsbyggðinni en búa á höfuðborgarsvæðinu fá húsnæðisstyrk sem er rúmlega 130 þúsund á mánuði til að reka annað heimili sem ekki er einu sinni til staðar. Þannig fær þingmaður sem býr í glæsihýsi í Kópavogi eða á Hverfisgötu í göngufæri við þinghúsið upphæðina í vasann. Þessu er auðveldlega hægt að breyta en ekki hefur verið mikill vilji til að ganga í verkið á Alþingi og ekki hefur Steingrímur sýnt neina tilburði í þá veru að afnema þennan einkennilega húsnæðisstyrk sem sumir þingmenn í Reykjavík fá en aðrir ekki.

Höllin og heillast af fataherbergjum

Steingrímur bjó lengi í höll í Breiðholti og vel fór um hann í 300 fermetrum þar sem var að finna arinstofu og í glæsilegu hjónaherbergi er einnig fataherbergi og rúmgott baðherbergi þar sem einn helsti foringi vinstri manna gat hvílt lúin bein eftir átök á þingi.

- Auglýsing -

Steingrímur sagði svo bless við Breiðholt árið 2018 og fækkaði fermetrunum nokkuð. Nú býr Steingrímur í einbýli í Ennishvarfi og fermetrarnir eru 200 ríflega. Það má gera ráð fyrir að húsið hafi kostað sitt og þá kemur að góðum notum að fá 1.6 milljón króna frá skattgreiðendum. Í lýsingu á einbýlishúsinu í Kópavogi segir:

Eikarparket og stofan stór með miklum gluggum og verönd út í glæsilegan garð þar sem huggulegt er að spóka sig að sumri til.

Fataherbergi virðast heilla Steingrím J. því eitt slíkt er innaf hjónaherberginu. Þar er einnig salerni með rúmgóðu hornbaðkari.

- Auglýsing -

Steingrímur kveður þingið

Steingrímur er jarðfræðingur og fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV sem hefur langmestu reynsluna á Alþingi. Fór hann þar fyrst inn árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið og síðan um aldamótin fyrir VG. Hann hefur gegnt mörgum ráðherraembættum, þekktastur sem fjármálaráðherra á árunum eftir hrun. Steingrímur mun svo kveðja þingið í haust og setjast í helgan stein.

Laun Steingríms fyrir árið 2020:

Mánaðarlaun eru: 1.941.328

Samtals fyrir árið: 23.295.936

Jólabónus: 181.887

Samtals: 23.477.823

 

Húsnæðis- og dvalarkostnaður:

Á mánuði: 134.041

Árið: 1.608.492

Frá árinu 2007: 18.568.360

  • Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.

Fastur starfskostnaður

Samtals: 480.000

Ferðakostnaður innanlands:

Bílaleigubíll: 206.132

Flugferðir 298.350

Samtals: 504.482

Ferðakostnaður utan lands:

Flugferðir 427.560

Gisting og fæði 26.276

Bílaleigubíll: 206.132

Flugferðir innanlands 298.350

Samtals: 504.482

Flakk erlendis

Flugferðir utan lands: 427.560

Gisting 26.276

Dagpeningar 166.840

 

Ferðakostnaður samtals: 620.676

  • Steingrímur heimsótti 11 borgir árið 2019 og nam kostnaður við þær ferðir rúmar tvær miljónir. Af því var 721.222 í formi dagpeninga og rúmar 300 þúsund krónur fóru í gistingu. Á Kórónaárinu var ferðakostnaður Steingríms 620.676 og náði hann aðeins að sækja heim Nýja Sjáland og Melbourne í Ástralíu.

Síma – og netkostnaður: 104.890

Allur kostnaður vegna veru Steingríms á Alþingi fyrir árið 2020 var samtals:

26.796.363

Rétt er að halda til haga að inni í þeirri upphæð eru laun:

23.477.823 – Mánaðarlaun eru: 1.941.328

Einnig jólabónus 181.887

Þá fékk Steingrímur 1.6 milljón í húsnæðisstyrk – eða á mánuði 134.041.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -