Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir gífurlegt tekjutap hafa orðið í kórónuveirufaraldrinum. Íþróttahreyfingin hér á landi hafi orðið af því sem nemur nærri 2 milljörðum á tímabilinu.
Það kemur í hlut ÍSÍ að úthluta 450 milljónum sem stjórnvöld hafa lagt til og segir Líney stærstan hluti þeirrar upphæðar fara beint til íþróttafélaganna. Því lýsti hún yfir á blaðamannafundi Almannavarna í dag og sagði jafnframt að einhver hluti fari í sértækar aðgerðir. Líney segir hins vegar að meira þurfi til að mæta þeim gríðarlega tekjumissi sem íslensk íþróttafélög eru að verða fyrir.
Á fundinum óskaði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdstjóri Breiðabliks, eftir því að íþróttaiðkendur sýni þá ábyrgð að hlýða fyrirmælum í allt sumar. „Það þarf ekki nema einn vitleysing til að eyðileggja allt að góða starf sem unnið hefur verið. Við höfðum til ábyrgðar þjálfara og iðkenda. Vinnum saman því við ætlum að láta þetta verða gott íþróttasumar,“ sagði Eysteinn Pétur.