Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Alls 21 í einangrun með virkt smit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tuttugu og einn einstaklingur er nú í einangrun hérlendis með virkt COVID-19 smit, 173 eru í sóttkví.

Alls eru nú tuttugu og einn í einangrun á Íslandi með virkt COVID-19 smit, sem hafa greinst frá 8. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis. Í gær voru greind átján innanlandssýni og sex þeirra reyndust jákvæð.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að allir hinna smituðu hafi sýnt einkenni COVID-19, en enginn sé alvarlega veikur eða á sjúkrahúsi. Um ellefu aðskilin mál er að ræða og í tveimur þeirra hefur uppruni smita ekki fengist staðfestur. Íslensk erfðagreining mun raðgreina sýni til að freista þess að rekja uppruna þeirra.

Af þessu tuttugu og eina smiti eru tíu innanlandssmit og sjö þeirra tengjast manninum sem kom til landsins 15. júlí og áttaði sig ekki á því að hann þyrfti að viðhafa heimkomusmitgát og fara aftur í próf eftir að hafa greinst neikvæður á landamærunum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis minna almenning á að halda sig heima þar til neikvæð niðurstaða hefur borist úr sýnatöku.

Minnt er á það í tilkynningunni að einkenni COVID-19 sýkingar minni á venjulega flensu með hita, hósta, bein- og vöðvaverkjum, þreytu og jafnvel meltingareinkennum og breyttu bragð- eða lyktarskyni. Sýni einstaklingur einkenni eða vakni grunur um smit í nærumhverfi skuli halda sig heima og hafa samband við heilsugæslu eða netspjall á heilsuvera.is. Einnig megi hafa samband við Læknavaktina í síma 1700.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -