- Auglýsing -
Það verður ágætis rólegheitaveður í dag á landinu; frekar kalt; norðvestan strekkingur austast fram eftir deginum.
Él verða norðvestantil – annars léttskýjað.
Á morgun er gertráð fyrir að vindur snúist í norðaustlæga átt; golu eða kalda seinnipartinn; en stinningskalda við suðausturströndina.
Áfram verður bjart víða um landið; en líkur eru á éljum suðaustanlands, en fyrri part næstu viku er útlit fyrir austlæga átt; vætu með köflum sem og hlýnandi veðri á landinu.