Í gær var opnað fyrir umsóknir um stafrænt ökuskírteini í símann. Fjórum klukkustunum síðar höfðu um 12 þúsund manns sótt stafrænt ökuskírteini í snjallsímann sinn og nú hafa um 23 þúsund manns sótt þessa nýjung.
Mikill áhugi virðist vera fyrir stafrænu skírteinunum, svo mikill að það hægðist á vefnum island.is vegna álags en hægt er að sækja um stafrænt ökuskírteini á island.is.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu stafrænu ökuskírteinin í gær.
Sjá einnig: Stafræn ökuskírteini komin í gagnið