Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

276 kg túnfiskur sleginn á 221 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Japanska veitingakeðjan Sushizanmai átti hæsta boð í 276 kg túnfisk sem seldur var á uppboði á fiskmarkaði í Tokyo í morgun. Fiskurinn fór á 193 milljón yen, jafnvirði 221 milljóna íslenskra króna.

Um er að ræða næsthæsta verð sem greitt hefur verið fyrir túnfisk á uppboðinu en í fyrra greiddi sushi-keðjan 334 milljón yen fyrir 278 kg fisk.

Kiyoshi Kimura, eigandi veitingakeðjunnar, sagði í samtali við ríkismiðilinn NHK að þrátt fyrir að fiskurinn hefði kostað sitt væri hann þess virði, þar sem hann vildi geta boðið viðskiptavinum sínum upp á besta fáanlega hráefnið.

Túnfiskurinn var fangaður út af Oma í norðurhluta Japan. Hefð er fyrir því að hefja nýtt ár á Toyosu-fiskmarkaðnum með túnfiskuppboði, þar sem forsvarsmenn veitingastaða keppast um bestu bitana og greiða fúlgur fjár fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -