Þrjátíu veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur og nágrenni hafa lokað vegna kórónuveirufaraldursins, ástæðan er ýmist gjaldþrot eða óvissa vegna áhrifa veirunnar.
Kemur þetta fram í samantekt Jakobs Einars Jakobssonar veitingamanns á Jómfrúnni við Lækjargötu og stjórnarmanns í Samtökum ferðaþjónustunnar í ViðskiptaMogganum í dag.
„Veitingarekstur er í raun ósjálfbær sem sakir standa. Sum tómu rýmanna eru þó að fyllast á ný og nýir rekstraraðilar komnir þar að. Bjartsýni er að aukast á ný,“ segir Jakob.
Á meðal veitingastaðanna 30 eru margir rótgrónir veitingastaðir eins og Grillið, Hressó og Lækjarbrekka.
Veitingastaðirnir 30 eru:
1. Lækjarbrekka, Bankastræti 2
2. Jamie Oliver, Pósthússtræti 11
3. Karolina, Pósthússtræti 9
4. Marina á Icelandair hótel, Mýrargötu 14-16
5. Geiri Smart á Icelandair hótel, Hverfisgötu 30
6. Icelandic Streetfood (Alls þrír staðir, einhverjir hafa opnað aftur), Lækjargötu 8
7. Icelandic deli, Lækjargötu 4
8. Hressó, Austurstræti 20
9. Burro, Veltusundi 1
10. Pablo, Veltusundi 1
11. Bergsson, Templarasundi 3
12. Messinn (Lækjargata og Grandi), Grandagarði 8
13. Bryggjan brugghús (Barion bryggjan búin að opna á sama stað), Grandagarði 8
14. Café Paris (Duck and Rose búið að opna á sama stað), Austurstræti 14
15. Fiskmarkaðurinn, Aðalstræti 12
16. Sæmundur í spari á Kex hostel, Skúlagötu 28
17. Skólabrú, Pósthússtræti 17
18. Gandhi (Flytur annað), Pósthússtræti 17
19. Downtown Café, Laugavegi 51
20. Kaffihúsið í Máli og menningu, Laugavegi 18
21. Harry’s (opna í dag að nýju), Laugavegi 84
22. Old Iceland, Laugavegi 72
23. Geysir Bistro Laugavegi, Laugavegi 96
24. Osteria Emiliana Lasagna, Hlemmi mathöll
25. Eldsmiðjan Laugavegi, Laugavegi 81
26. Gummi Ben, Tryggvagötu 22
27. Grillið, Hagatorgi 1
28. Fish and Chips, Tryggvagötu 11
29. Dill (Aðeins opið einn dag í viku), Laugavegi 59
30. Hard Rock (einungis opið á kvöldin), Lækjargötu 2a