Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

3000 manns heimsóttu Stjórnarráðið á þjóðhátíðardaginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnarráðið hélt opið hús í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í gær. Um 3200 manns gerðu sér ferð í opna húsið sem var hluti af sérstakri hátíðardagskrá.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.Hluta dagsins tók Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á móti gestum inni á skrifstofu sinni. Alþingi, Hæstaréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun voru opin almenningi milli 14:00 og 18:00 í gær. Í Stjórnarráðinu og á Alþingi voru leiðsagnir um byggingarnar í boði og sérstakt myndband um Stjórnarráðið var sýnt.

Um 3200 manns heimsóttu opið hús í Stjórnarráðinu sem var hluti sérstakrar hátíðardagskrár í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stóð vaktina hluta dagsins og tók á móti gestum inni á skrifstofu sinni. Gestir Hæstaréttar voru fræddir um sögu, húsnæði og starfsemi réttarins auk þess að fá leiðsögn um húsið. Þá stóðu lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík fyrir sýndarréttarhöldum en Hæstiréttur fagnar 100 árum á næsta ári.

Gullstöng og málverk voru til sýnis í Seðlabanka Íslands ásamt munum tengdum Halldór Kiljan Laxness sem Seðlabankanum var falið að varðveita. Þar á meðal voru Nóbelsverðlaun skáldsins sem honum var veitt af svíakonungi, Gústav Adolf VI, í Stokkhólmi árið 1955. Hafrannsóknastofnun var með fiska til sýnis í körum við Sjávarútvegshúsið, upplýsingasetur á jarðhæð hússins var opið og starfsemi stofnunarinnar kynnt á myndböndum í bíósal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -