Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fjármálaeftirlitið svarar engu um Sesselíu: Milljóna hlutabréfaviðskipti skömmu fyrir uppgjör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjármálaeftirlit Seðlabankans gat ekki svarað fyrirspurnum Mannlífs um hvort að rannsókn stæði yfir vegna kaupa félagsins Red Apple á um 4 milljóna króna hlut í Sýn þegar tiltölulega skammur tími er þar til afkoma fyrirtækisins verður opinberuð en framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála hjá dótturfélagi Sýnar, Sesselía Birgisdóttir, er hluthafi í Red Apple.

„Sá lagarammi sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vinnur eftir takmarkar möguleika okkar á að tjá okkur um hvort einstök mál eru til skoðunar eða ekki. Við getum því ekki brugðist við spurningu þinni.“

Eins og sagði í grein hér á Mannlífi í gær telja viðmælendur Mannlífs að líklegt sé að stjórnendur Sýnar hafi nú þegar nokkuð glögga mynd af þeim upplýsingum sem birtar verða fjárfestum og að Sesselía hafi yfirburðar þekkingu og aðgang að fjárhagstölum Vodafone, stærstu rekstrareiningar Sýnar.

Starfsmaður Sýnar sem hafði samband við Mannlíf fyrir hönd regluvarðar sagði að það sé almenn lagaskylda og á ábyrgð stjórnenda vegna viðskipta með hlutabréf að upplýsa hvort þeir hafi aðgang að innherjaupplýsingum sem séu verðhvetjandi

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Mannlíf ekki náð tali af Sesselíu.

Skammt er uns Sýn birtir árshlutauppgjör sitt þá mun koma í ljós hvort um verulegan hagnað af viðskiptunum er að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -