Blaðamaður heimsótti starfsstöð Innova, dótturfyrirtækis Marel, í útjaðri Seattle.
Um þessar mundir eru 40 ár frá því fyrstu rafeindasjóvogirnar, sem söfnuðu saman gögnum, komu fram frá stofnendum Marel. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, en fyrirtækið er nú á spennandi tímamótum og skráning í erlenda kauphöll framundan.
Kjarninn leit við í starfsstöð hugbúnaðarfyrirtækisins Innova, dótturfélags Marel, í útjaðri Seattle. Félagið stendur frammi fyrir miklum tækifærum á þjóðamörkuðum þegar kemur að meðhöndlun gagna. Á Seattle svæðinu eru flest stærstu hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki heimsins með starfsstöðvar. Marel er í því í góðum félagsskap tæknifyrirtækja.
Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 6 þúsund talsins í 33 löndum. Mikill vöxtur undafarinna ára hefur skilað félaginu í fremstu röð á sínu sviði.
Nánar um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.
Mynd / Marel