Bandaríkjamenn borða tuttugu milljarða af pylsum á ári hverju en samkvæmt nýrri könnun kjötframleiðandans Appelgate, sem er hluti af Hormel Foods, eru Bandaríkjamenn logandi hræddir við að vita hver innihaldsefnin eru í raun og veru, nánar tiltekið 43%.
Þúsund manns sem eru átján ára og eldri tóku þátt í könnuninni og samkvæmt henni vilja konur síður fræðast um innihaldsefnin, eða tæplega 50%, á meðan 37% karla vilja ekki vita hvað þeir eru að láta ofan í sig.
Þá kemur einnig fram að rúm 33% Bandaríkjamanna forðast pylsur vegna þess að þeir telja að þær séu framleiddar úr lágæða kjöti, ýmsum efnum og gervihráefnum. 70% af þeim sem svöruðu vildu að pylsur væru framleiddar úr færri hráefnum.
Hér fyrir neðan má einmitt sjá YouTube myndband frá Discovery News þar sem farið er yfir hvað er nákvæmlega í amerískum pylsum: