í tilefni Hinsegin daga hefur Strætó látið hanna stætisvagn tilenkaðan trans fólki á Íslandi og réttindabaráttur þeirra. Fyrirtækið vildi leggja sitt af mörkum til að halda í gleðina og fagna fjölbreytileikanum.
„Þrátt fyrir að Ísland sé komið tiltölulega framarlega í réttindabaráttunni miðað við sum önnur lönd þá fyrirfinnast enn þá fordómar og mismunun á íslensku samfélagi á flestum sviðum þjóðfélagsins,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi.
„Baráttunni er því hvergi nærri lokið. Það er því frábært að sjá svona jákvæð og skýr skilaboð frá Strætó um trans fólk og réttindabaráttu okkar og fögnum við þessu frábæra og sýnilega frumkvæði.“
Vegna Covid-10 var Gleðigangan og fleiri viðburðir Hinsegin daga blásin af en ýmislegt verður um að vera í netheimum og á dagskrá RÚV.