Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

49 í sóttkví vegna COVID-19 eftir greiningu fyrsta smits á Íslandi: Nemendur HR fá tilkynningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. 49 manns hafa verið settir í sóttkví, bæði hér á landi og erlendis eftir að maðurinn greindist og ferðir hans voru raktar. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísir.is.

Maðurinn sem er á fimmtugsaldri var nýverið staddur á Norður-Ítalíu í ferðalagi ásamt eiginkonu sinni og dóttur, en utan skilgreinds hættusvæðis.Hann veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn.

Sjá einnig: Fyrsta tilfelli Covid-19 á Íslandi staðfest

Á meðal þeirra sem settir voru í sóttkví eru 18 samstarfsmenn mannsins, en hann mun vinna á rúmlega 20 manna vinnustað samkvæmt heimildum Vísis. Stjórnandi vinnustaðarins er afar gagnrýninn á hæg viðbrögð yfirvalda þegar smitið kom upp, en maðurinn mætti í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. Telur stjórnandinn að réttara hefði verið að haft hefði verið samband við fólkið að fyrra bragði þegar í ljós kom að vinnufélagi þeirra var smitaður.

Víðir segir að einstaklingarnir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Sýni voru tekin af nokkrum einstaklingum sem sýnt hafa einkenni, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag.

Eiginkona mannsins ekki smituð

- Auglýsing -

Sýni af eiginkonu mannsins var neikvætt líkt og kom fram í fréttum í gær. Og eftir að það var ljóst var hætt við að rekja ferðir ferðir undanfarna daga. Konan er stjórnandi í Háskólanum í Reykjavík, en hefur ekki farið með kennslu, og var starfsmönnum og nemendum í HR greint frá málinu í tölvupósti í morgun.

Einn nemandi í HR sem hefur umgengist karlmanninn sem smitaður er af veirunni, hefur verið beðinn um að fara í heimasóttkví. Nemandinn hefur ekki verið greindur með veiruna og er einkennalaus.

Stjórnendur HR segja að farið verði eftir ráðum og leiðbeiningum landlæknis í einu og öllu. Landlæknir telur að ekki sé ástæða til að atvikið hafi áhrif á starfsemi skólans, kennslu eða viðburði.

- Auglýsing -

Stöðufundur viðbragsaðila fór fram núna í hádeginu. Ítrekað er að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt.

„Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir,“ segir Víðir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -