Sunnudagur 15. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

52% félagsmanna VR samþykktu verkfallsaðgerðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um verkfallsboðun, í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði, lauk á hádegi í dag. 52% félagsmanna VR samþykktu verkfallsaðgerðir

Á kjörskrá voru 959 félagsmenn VR og alls greiddu 578 þeirra atkvæði. 52,25% (302 atkvæði) samþykktu verkfallsaðgerðir en 45,33% (262 atkvæði) voru á móti. 2,42% (14 atkvæði) tóku ekki afstöðu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. Þetta kemur fram á vef VR.

Að öllu óbreyttu munu félagsmenn VR í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði leggja niður störf þann 22. mars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -