Alls greindust 53 einstaklingar með COVID-19 kórónaveiruna í gær. Heildarfjöldi greindra tilfella á Íslandi er 1.417 einstaklingar.
60 einstaklinga hafa náð bata síðasta sólarhring samkvæmt upplýsingum á covid.is. 1.025 manns hófu sóttkví í gær, en 1.390 manns luku sóttkví.
1445 sýni voru tekin til greiningar í gær, af þeim sem reyndust jákvæð voru 33 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 20 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls hafa 23.640 sýni verið tekin í landinu.
Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn í dag klukkan 14. Í dag mun Sara Dögg Svanhildardóttir vera gestur á fundinum. Hún smitaðist af kórónuveirunni en hefur nú náð sér og mun miðla af reynslu sinni af veikindum af völdum veirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu einnig fara yfir stöðu mála.