Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

53 sjúklingar biðu þá en 40 bíða nú

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér í gær kemur fram að ráðuneytið hafi lagt mikla áherslu á að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem embætti landlæknis lagði til í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans fyrir ári. Þar segir einnig að aðgerðirnar hafa „skilað árangri og bíða nú nokkru færri einstaklingar á deildum spítalans vegna útskriftarvanda en þegar úttektin var gerð.“

Í tilkynningunni segir einnig að tekist hafi að fjölga hjúkrunar- ög dagdvalarrýmum töluvert á nýliðnu ári og hafi það bætt ástandið svo um munar en ábendingar embætti landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins á sínum tíma sneru einkum að því að efla þjónustu við aldraða.

53 þá og 40 nú

Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Mannlífs um hvaða árangri aðgerðirnar hafi nákvæmlega skilað segir að nú bíði 40 sjúklingar á ýmsum deildum spítalans eftir plássi á hjúkrunarheimili miðað við 53 sjúklinga fyrir rúmu ári.

Þar segir að þann 6. janúar sl. hafi 40 einstaklingar með gilt færni- og heilsumat beðið á ýmsum deildum spítalans. Fyrir rúmu ári þann 10. desember 2018, þegar úttektin var gerð, biðu 53 einstaklingar spítalanum vegna útskriftarvanda.

Sjá einnig: Aðgerðirnar hafa skila árangri og færri sjúklingar bíða

- Auglýsing -

Starfsfólk Bráðamóttöku Landspítala segja neyðarástand ríkja

Vakt­stjór­ar hjúkr­un­ar bráðadeild­ar G2 Land­spít­ala skora á yfirvöld að gera betur í yfirlýsingu sem send var út í dag. 29 hjúkrunarfræðingar skrifa undir yfirlýsinguna þar sem ástandinu á Bráðamóttöku Landspítala er lýst sem neyðarástandi.

Í yfirlýsingunni segir að starfsfólk deildarinnar taki undir orð Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sem varar við að stórslys kunni að vera í aðsigi á deildinni í Læknablaðinu í janúar 2020.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingunni segir að mikið álag gerir það að verkum að starfsfólk á erfitt með að stýra Bráðamóttökunni sem skyldi. Þar segir að stjórnendur Bráðamóttökunnar hafi lengi talað fyrir daufum eyrum. „ Starfsfólk Bráðadeildar G2 hefur á undanförnum árum margoft ítrekað áhyggjur sínar af vanda deildarinnar en talað fyrir daufum eyrum. Stjórnendur Bráðamóttökunnar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að létta undir álagi á deildinni en yfirstjórn sjúkrahússins virðist úrræðalaus. Vandi Landspítala er ekki einungis okkar heldur þjóðfélagsins í heild. Hvenær verður vandi sjúkrahússins leystur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -