Fyrirsætan og leikkonan Brigitte Nielsen, sem verður 55 ára 15. júlí næstkomandi, tilkynnti það á Instagram í gær að hún ætti von á barni með eiginmanni sínum, fyrrverandi fyrirsætunni Mattia Dessi. Mattia er 39 ára.
Brigitte birti mynd af sér á samfélagsmiðlinum þar sem hún sést strjúka óléttubumbuna og við myndina skrifaði hún:
„Fjölskyldan stækkar.“
Við aðra mynd skrifaði hún:
„Gleðilegir tímar. Jákvæðir straumar.“
Þetta verður fyrsta barn Mattia en fimmta barn Brigitte. Hún á fyrir synina Julian, 34 ára, Killian, 28 ára, Douglas, 25 ára og Raoul, 23 ára.
Brigitte og Mattia gengu í það heilaga árið 2006 og fimm árum síðar sagði Brigitte í viðtali við The Guardian að hana langaði í annað barn.
„Ég myndi elska það út af öllu sem ég hef lært. Það væri eins og að byrja upp á nýtt. En er ég of gömul? Ég er ung í anda og myndi gera hlutina öðruvísi. Mattia og ég höfum rætt þetta en ég veit ekki hve líklegt þetta er.“