Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

64% nýrra íbúða óseldar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einungis þriðjungur nýrra íbúða í miðborginni hefur verið seldur. Um 330 af 519 íbúðum eru óseldar sem er um 64% af framboðinu. Fjárfestar hafa endurmetið stöðuna og telja möguleika á minni hagnaði vegna dræmrar sölu.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Einn fjárfestir miðar við að sala taki 18 mánuði vegna aðstæðna. Fyrri áætlun stóð í 12 mánuðum. Töfunum gæti þá fylgt mikill vaxtarkostnaður.

Þær 330 íbúðir sem eru til sölu eru í tíu nýjum fjölbýlishúsum í miðborginni. Fyrstu íbúðirnar komu á markað árið 2017. Búist er við 240 nýjum íbúðum á markaðinn á næstunni. Meirihluti þeirra verða tilbúnar í sölu á næstu 12 mánuðum.

Þá eru hátt í tvö þúsund íbúðir á teikniborðinu og hafa þær allar verið settar á ís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -