Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

828 milljóna kostnaður vegna skipta þrotabús Baugs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eins og málið horfir við mér, þá er svarið já, þessi kostnaður er í alla staði eðlilegur og hóflegur,“ segir Erlendur Gíslason, lögmaður og einn eiganda LOGOS lögmannsstofunnar, um nærri 830 milljóna króna skiptakostað vegna þrotabús Baugs Group sem lögmaðurinn hélt utan um.

„Það þarf að hafa í huga að þessi kostnaður fellur til á tíu árum.“

Gjaldþrot Baugs er eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar. Skipti á þrotabúinu tóku rúm 10 ár en Héraðsdómur Reykjavíkur lýsti félagið gjaldþrota í mars 2009 og lauk skiptum ekki fyrr en í júní í fyrra. Kröfur í búið námu nærri 424 milljörðum króna og fengust forgangskröfur greiddar að fullu en aðeins 2,7 prósent almennra krafna, eða 6,7 milljarðar. Fjárfestingarfélagið Baugur var mjög umsvifamikið fyrir hrun, þar með talið á Íslandi, Bretlandi og Danmörku. Jón Ásgeir Jóhannesson var eigandi og forstjóri félagsins.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að gefa upplýsingar um skiptakostnaðinn er Mannlíf leitaði eftir þeim. Erlendur, lögmaður hjá LOGOS, og Anna Kristín Traustadóttir, löggiltur endurskoðandi hjá Ernst & Young, voru skipuð skiptastjórar í þrotabúinu. Erlendur skiptastjóri bendir á að rukkað tímagjald hafi verið fyrir neðan almenna gjaldskrá lögmannsstofunnar. „Þetta var mikið verkefni fyrstu árin og felst kostnaðurinn því að miklu leyti í launagreiðslum til fjölda lögfræðinga og endurskoðenda sem að þessu komu. Gjaldtakan var t.a.m. langt undir því sem tíðkaðist við slit föllnu bankanna um svipað leyti. Við upphaf skipta voru nánast engar óveðsettar eignir í búinu. Það þurfti því að hafa mikið fyrir því að ná inn í búið fjármunum til skipta fyrir ótryggða kröfuhafa. Það þarf að hafa í huga að þessi kostnaður fellur til á tíu árum,“ segir Erlendur.

Erlendur Gíslason. Mynd / LOGOS

 

Skiptakostnaður Baugs Group

LOGOS og Ernst & Young  357 mkr.

- Auglýsing -

Aðkeypt erlend sérfræðiþjónusta (þ.m.t. frá Logos í London og Kaupmannahöfn)  248 mkr.

Annar skiptakostnaður  223 mkr.

Skiptakostnaður samals:    828 mkr.

- Auglýsing -

Lestu nánar um málið í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -