Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Á 65 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila við sjóinn á sjötta tímanum í gærkvöldi. Hann væri kominn í sjálfheldu vegna hækkandi sjávarborðs. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist hann vera við veiðar og ekki í nokkrum vandræðum.

Átta ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi og nótt. Fjórir þeirra voru grunaðir um akstur án réttinda. Þá var farþegi í einni bifreiðinni grunaður um vörslu fíkniefna og brot gegn vopnalögum. Annar ökumaður var stöðvaður á 65 km hraða þar sem 30 km hámarkshraði er. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Tilkynnt var um ofurölva einstakling liggjandi í götunni í miðbænum laust fyrir sex í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var aðilinn þó upprisinn og genginn á brott. Þá barst lögreglunni tilkynning um aðila sofandi ölvunarsvefni á grasi í miðbænum. Lögregla vakti aðilann sem reyndist í þokkalegu standi og gekk sína leið. Þá barst lögreglu tilkynning um ósjálfbjarga ölvaðan mann í Hafnarfirðinum í nótt. Aðilinn var aðstoðaður við að komast heim.

Tilkynnt um unglinga að fikta með eld við skóla í miðbænum. Ekki sást til þeirra né nokkur merki um eld við skólann þegar lögregla mætti á svæðið. Tilkynnt var um slagsmál milli aðila við strætóstoppistöðina í Mjódd, er lögreglu bar að skömmu síðar voru aðilar þó á brott og hvergi að finna. Um 80 mál bárust inn á borð lögreglu frá því klukkan 17:00 en flest öll minniháttar og eða aðstoð við borgarann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -