Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Á að seinka klukkunni eða ekki?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skiptar skoðanir eru um um hvort eigi að seinka klukkunni um eina klukkustund eða ekki. Stjórnvöldum hefur borist tæplega 1600 ábendingar um málið.

 

Starfshópur skipaður af Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra skilaði í janúar 2018 greinargerð um ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við gang sólar.

Forsætisráðherra ákvað í janúar 2019 að setja málið í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda. Í greinargerðinni voru settir fram eftirfarandi þrír valkostir og var almenningi boðið að leggja fram sín sjónarmið í samráðsgátt stjórnvalda:

A.  Klukkan áfram óbreytt en fólk hvatt með fræðslu til að fara fyrr að sofa.
B.   Klukkunni seinkað um 1 klst.
C.   Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi seinna á morgnana.

Þátttaka í samráðinu var miklu meiri en áður hefur þekkst. Alls bárust tæplega 1600 ábendingar er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands. 

Helstu rök sem umsagnaraðilar settu fram fyrir seinkun klukkunnar eru að staðartími eigi að vera í takt við líkamsklukku og að mikilvægt sé að fjölga birtustundum.

- Auglýsing -

Helstu rök á móti seinkun klukku eru m.a. að birtustundum á bilinu 07:00 til 23:00 fækki um 13% yfir árið. Breyting muni leiða til skerðingar dagsbirtu í lok dags sem m.a. felur í sér aukna slysahættu og minni útiveru og þar af leiðandi minni íþróttaiðkun utandyra.

Stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sendu inn ábendngu

Fimm félagasamtök skiluðu inn ábendingum, þ.e. Flugmálafélag Íslands, Golfsamband
Íslands, Hið íslenska svefnrannsóknafélag, Samtök Atvinnulífsins og
Viðskiptaráð saman, og SÍBS.

- Auglýsing -

Tvö fyrirtæki sendu inn ábendingar, Icelandair Group hf. og Berunes farfuglaheimili ehf. Tvær stofnanir, umboðsmaður barna og Veðurstofan sendu inn ábendingar.

Golfsambandið, Flugmálafélagið, Samtök atvinnulífsins, Icelandair og Veðurstofan vilja
valkost A – óbreytta stöðu en Berunes, SÍBS, og Svefnrannsóknafélagið vilja valkost B –
seinka klukkunni. Umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til valkostanna.

Svefnrannsóknarfélagið styður seinkun klukkunnar

Hið íslenska svefnrannsóknarfélag styður seinkun klukkunnar og bendir á að „aðgerð sé einföld og vísindin styðji að þessi breyting geti haft verulegan lýðheilsulegan ávinning.“

Icelandair Group hf. telur að verði klukkunni breytt muni slíkt valda mikilli röskun á rekstri
Icelandair og miklum kostnaðarauka. „Verði klukkunni breytt eins og hugmyndir eru uppi um mun slíkt valda mikilli röskun á rekstri Icelandair,“ segir m.a. í ábendingunni.

Forsætisráðuneytið mun vinna áfram með niðurstöður samráðsins en gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í kringum vorjafndægur 2020.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -