„Fyrst og fremst var það peningaleysi en ég hef einnig barist við mikið þunglyndi frá barnæsku. Það gekk mikið á í æsku minni, ég var misnotuð sem barn og man vel eftir hugsuninni um að ég vildi ekki verða gömul heldur yfirgefa það viljug. Mér fannst ekkert skipta máli, ég bar enga virðingu fyrir eigin líkama og var nokkuð sama þótt aðrir gerðu það ekki heldur,” segir kona sem við köllum Brynju í Helgarviðtali Mannlífs. Hún stundaði um tíma vændi til að hafa í sig og á en starfar nú sem kennari.
Konan, sem kýs að koma ekki undir nafni, setti auglýsingu inn á einkamal.is. Tveimur dögum síðar kannaði hún hvort hún hefði fengið einhver viðbrögð við auglýsingunni. Henni varð snarbrugðið, slík var eftirspurnin. „Sumir þeir sem sendu mér skilaboð voru þeir sömu og ég hafði hitt og jafnvel sofið hjá í skemmtanalífinu. Fyrir mér mér var þetta ekkert stórmál.”
Á meðan konan stundaði vændi fann hún stöðugt fyrir óöryggi, valdleysi og stjórnleysi. „Mér fannst fólk sjá á mér hversu illa mér leið og hversu illa ég var stödd. Þetta var rússíbanareið sem fór afar illa með mig.“
Enn þann dag í dag þykir konunni erfitt að stunda kynlíf, þó langt sé liðið síðan hún sagði skilið við vændið: „Þessi gleði var tekin af mér og ég óska engum hins sama.“
Viðtalið má lesa í heild sinni hér.