Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Að bera grímu eða ekki bera grímu það er stóra spurninginn – Ráðuneytið skerpir á reglunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil ringulreið hefur verið varðandi það hvar og hvenær eða jafnvel hvort, sé skylda að bera grímu. Sumar verslanir hafa skikkað sína viðskiptavini til þess að vera með grímur. Nú hefur ráðuneytið sent út frá sér yfirlýsingu sem á að leiðrétta allan misskilning varðandi málið.

Samkvæmt reglunum virðist það vera fólksins að meta ástandið hverju sinni, jafnvel geðþóttaákvörðun í mörgum tilfellum, sem einhverjum gæti þótt óviðunandi. Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur þá sagt að það hefði verið skarpara að hafa tveggja metra reglu en það lagði hann einmitt til að yrði gert en ríkisstjórnin fór ekki eftir hans tilmælum hvað það varðar.

 

Ragnar Þór er ekki sáttur

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sett fram gagnrýni á það að ekki sé verið að vernda framlínufólk í verslunum og hvetur hann verslunareigendur til þess að setja tveggja metra regluna upp á sitt einsdæmi til verndar síns starfsfólks. í færslu á Facebook síðu sinni segir Ragnar: „Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan væri ef almenningur hefði ekki nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu. Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum þrátt fyrir að VR hafi ítrekað bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að verja okkar hópa betur. Ég hef miklar áhyggjur af nýrri bylgju faraldursins og skilningsleysinu á stöðu þeirra sem standa vaktina í verslun. Það er því ekki annað í stöðunni að við sem samfélag tökum málin í eigin hendur. Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Bíðum ekki eftir frekari fyrirmælum og setjum upp grímuna og notumst við 2 metra regluna þegar við förum út í búð. Þannig getum við best þakkað þeim hetjum fyrir sem sjá okkur fyrir nauðsynjavörum og annarri þjónustu á meðan þessi bylgja gengur yfir. Vinsamlega deildu og taktu þátt í að bæta öryggi framlínufólks í verslun“.

 

- Auglýsing -

Á vef ráðuneytisins kemur eftirfarandi fram:

Tryggja skal að minnsta kosti 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, til að mynda á samkomum, vinnustöðum, verslunum, söfnum og í allri annarri starfsemi, hvort sem er innan- eða utandyra.

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að viðhalda 1 metra nálægðartakmörkunum og þar sem húsnæði er illa loftræst. Þetta á til að mynda við um heilbrigðisþjónustu, verslanir, söfn, innanlandsflug og -ferjur, almenningssamgöngur, leigubifreiðar og hópbifreiðar,í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og í annarri sambærilegri starfsemi.

- Auglýsing -

Grímuskylda er í gildi fyrir áhorfendur á íþróttaviðburðum og sviðslistarviðburðum á borð við leiksýningar, bíósýningar og tónleika.

Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin reglum um grímuskyldu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -