Embætti landlæknis í samstarfi við Ferðamálastofu hefur nú gefið út leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra fyrir sumarið.
Í reglunum kemur fram að hvert tjaldsvæði má ekki taka á móti fleiri en 50 gestum að hámarki nema hægt sé að skipta svæðinu upp í 50 manna hólf og tryggja á sama tíma tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.
Í reglunum segir að rekstraraðilar þurfi að þrífa og sótthreinsa sameiginlega snertifleti a.m.k. tvisvar á dag og brýna fyrir gestum að gæta ýtrustu varkárni og virða reglur um sóttvarnir.
Gestum á litlum gistihúsum er gert að virða tveggja metra regluna í sameiginlegum rýmum rekstraraðili þarf að setja upp skilaboð til gesta um sóttvarnaráðstafanir svo dæmi séu tekin.