Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

„Að lenda svo í þessu er alveg skelfilegt, þetta er eins og einhver lygasaga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmis áhugaverð ummæli féllu í vikunni.

„Listafólk hefur staðið með okkur nú á þessum erfiðum tímum en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim þegar á reynir. Tíföldum listamannalaunin strax.“
Ágúst Ólafur, þingmaður Samfylkingar.

„Hef stundum áhyggjur af því hvað stjórnmálamenn geti verið lítið tengdir veruleikanum. Það er ekki gott á víðsjárverðum tímum þegar hætta er á að samfélagið fari beinlínis á hliðina. Einn slíkur vaknaði í morgun með þá hugmynd að tífalda laun einnar stéttar.“
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Jú, þið í ríkistjórninni hafið gripið til aðgerða og tekið jákvæð skref, en engu að síður á að láta heimilin hanga á bjargbrúninni og láta þau falla. Ekki bara ef allt fer á versta veg, heldur líka ef bjartsýnustu spár ganga ekki eftir.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, gagnrýnir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.

„Þessar útgerðir fengu sem sé gefins kvóta sem var metinn á 65 til 100 milljarða króna í fyrra – og ætla svo til viðbótar að krefjast rúmra 10 milljarða af skattfé auk hæstu mögulegra vaxta. Þetta hlýtur að vera Íslandsmet í græðgi.“
Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Tilefni ummælanna er krafa sjö útgerðarfélaga á hendur ríkinu um skaðabætur vegna fjártjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta 2011 til 2018. Kröfurnar eru samtals um 10,2 milljarðar króna. Auk þess fara þau fram á hæstu mögulegu vexti.

„Þegar íslenska þjóðin liggur á hliðinni vegna kórónuveirunnar stingur útgerðarauðvaldið þjóðina í bakið.“
Bubbi Morthens tónlistarmaður.

- Auglýsing -

„Að lenda svo í þessu er alveg skelfilegt, þetta er eins og einhver lygasaga.“
Bakvörðurinnn Anna Aurora Waage, sem var handtekin í síðustu viku grunuð um skjalafals og þjófnað, segist vera saklaus.

„Lýðskrum hefur aldrei verið meira og kjósendur fagna loddurum með einfaldar lausnir, eins og Trump, þó að einnig megi finna nærtækari dæmi.“
Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, um stjórnmálastéttina á Íslandi.

„Enginn hefur enn lagt fram sannanir fyrir tilvist vírusa.“
Axel Pétur Axelsson forsetaframbjóðandi efast um tilvist Covid-19.

- Auglýsing -

„Faraldurinn hefur ekki gert neitt nema sýna okkur sjálfum og svo öllum sem eru ekki algjörlega heilaþvegin af kvenfjandsamlegri nýfrjálshyggjunni að þegar við höfum sagst gegna algjöru undirstöðuhlutverki í samfélaginu höfum við ekki farið með neinar ýkjur.“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

„Munið að lýsi gefur ekki fulla lækningu við Covid-19 nema það sé tekið inn með matskeið af iðnaðarsalti.“
Halldór Högurður textasmiður hæðist á Facebook að auglýsingum frá Lýsi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -