Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

„Að missa en fatta að það er í lagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óttar M. Norðfjörð rithöfundur á erfitt með gera upp við sig hvaða bækur hann heldur mest upp á. Honum finnst eiginlega ómögulegt að svara því. Hins vegar segist hann vera alveg tilbúinn að nefna fyrstu bókina sem hreyfði verulega við honum og eins þá síðustu.

„Ég átti fyrstu alvörulestrarreynsluna mína þegar ég var tíu ára og las bókina Bróðir minn ljónshjarta eftir Astrid Lindgren,“ segir hann. „Hún var einfaldlega svo ólík öllum öðrum barnabókum sem ég hafði lesið, bæði svo óhemju sorgleg og hlífði manni engan veginn, sem maður kunni að meta, því barnabækur áttu það til. Og síðan er sagan auðvitað bara svo skemmtileg og litrík, fallegt ævintýri í undraveröld með öllu tilheyrandi. Eftir á að hyggja hefur það væntanlega spilað inn í að ég átti og á eldri bróður þegar ég las hana og sá okkur í bræðrum bókarinnar.“

Hann segir að síðasta bókin sem hann hafi lesið sem hafði áhrif á hann sé Call Me By Your Name eftir André Aciman. „Eftir að ég sá myndina í fyrra las ég bókina loksins og vá! Hún er ótrúleg, ekki löng, en tekst einhvern veginn að fanga svo margt; hin erfiðu unglingsár þegar maður vissi varla í hvorn fótinn átti að stíga, fyrstu sterku ástina í lífi manns, ógleymanlegu æskusumrin sem virtust svo löng og þar sem allt gat gerst, að læra að sjá foreldra sína sem manneskjur með sína eigin drauma og þrár, að missa en fatta að það er í lagi, svo ég nefni nokkur atriði. Ekki spillir fyrir að sagan er vel skrifuð, heimspekileg og gerist á Ítalíu, með allri sinni menningu og sjarma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -