Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Að upplifa gleðina í gegnum unglingana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Laugavegurinn er ein af mínum uppáhaldsgönguleiðum á landinu og hef ég gengið hana nokkrum sinnum. Fyrir fimm árum fórum við saman, ég, Aron Freyr, 17 ára sonur minn, og Helen Ösp, 14 ára frænka mín. Við gengum þetta á þremur dögum og fengum ekkert sérstakt veður en það skipti engu máli því útveran og samveran var mikilvægari,“ segir Hanna Gréta Pálsdóttir.

„Fyrsti dagurinn var mjög blautur og það reyndi mikið á þol unglinganna. Við tókum okkur góða pásu í Hrafntinnuskeri. Þar fengum við frábærar móttökur og buðu skálaverðir okkur í heitt kakó og fengum við að þurrka vettlingana okkar.“

Daginn eftir var gengið frá Álftavatni í Emstrur. „Þar er frekar tilbreytingarlítill svartur sandur og auðn. Til að gera ferðina skemmtilegri þá tók ég með lítinn hátalara. Þau frændsystkinin fengu að stjórna tónlistinni og var það ABBA sem varð fyrir valinu. Þau sungu, dönsuðu og skemmtu sér konunglega alla leiðina. Við mættum ferðamönnum sem stoppuðu, hlógu og klöppuðu fyrir þeim. Þar sem þau voru full af orku eftir daginn fór ég með þau að skoða Jökulársgljúfur og að sjálfsögðu var tekinn dans á brúninni.“

Veðrið var ágætt síðasta daginn. „Við áttum dásemdardag þar sem við nutum þess að fá okkur nesti í sólinni á leiðinni. Þegar við komum í Þórsmörk var restin af nestinu kláruð. Á meðan við biðum eftir rútunni var spilað á spil og það sem þau rústuðu mér í hverju spilinu á fæti öðru.“

Hanna Gréta segir að þau Aron og Helen hafi ekki haft mikið fyrir því að ganga þessa 54 kílómetra. „Það var mikið sungið, dansað og hlegið. Það sem gerir þessa ferð í miklu uppáhaldi hjá mér er að upplifa gleðina á göngu í gegnum unglingana.“

 

- Auglýsing -

Í nýjasta tölublaði Mannlífs má lesa þessa aðsendu ferðasögu sem og fleiri!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -