Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Aðalheiður birtir SMS Kolbrúnar um viðtalið alræmda – „Hún hefur örugglega viljað drepa sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttblaðinu, er líklega meðal heitustu stuðningsmanna bresku krúnunnar. Sumir hafa því velt fyrir sér afstöðu hennar til viðtals sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle. Viðtalið er talið enn eitt reiðarslagið fyrir konungssinna sem hafa varla jafnað sig eftir barnaníðshneyksli Andrew prins. Nú er fjölskyldan öll sökuð um rasisma.

Kollegar Kolbrúnar á Fréttablaðinu ræða viðtalið á Twitter. S. Mikael Jónsson, fyrrverandi samstarfsmaður Kolbrúnar, kallar eftir viðbrögðum hennar. Aðalheiður Ámundadóttir bregst við því kalli og birtir skjáskot af SMS-samskiptum hennar við Kolbrúnu. Þar spyr Aðalheiður: „Ég er að horfa á viðtalið en er ekki mjög vel inn í þessu. Hvorri á maður að standa með; Meghan eða drottningunni?“

Því svarar Kolbrún: „Við stöndum með drottningunni sem talar ekki um tilfinningar sínar. Hún hefur örugglega oft viljað drepa sig en bítur samt á jaxlinn. Annað en þessi unga kynslóð sem þarf alltaf að gaspra um tilfinningar sínar!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -