Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

„Aðalmálið að njóta lífsins og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrafn Valdísarson missti móður sína á sviplegan hátt þegar hann var nítján ára gamall. Þau mæðginin höfðu alla tíð verið náin og miklir vinir og áfallið var mikið. Móðir hans, Valdís Gunnarsdóttir, var um árabil ein vinsælasta útvarpskona landsins. Hún var þekkt fyrir að tala mikið um ástina og kærleikann og var stundum kölluð rómantískasta kona Íslands.

„En mamma var einstök manneskja, ótrúlega góð og alveg yndisleg. Ég held að allir sem þekktu hana geti vottað það. Hún vildi alltaf öllum vel. Hún tók líka upp á ýmsu skemmtilegu í útvarpinu, til dæmis var hún með stefnumótaþátt þar sem hún var að koma ókunnugu fólki saman á deit og svo má segja að hún hafi kynnt Valentínusardaginn fyrir Íslendingum en hún þekkti þann sið að halda upp á hann frá Bandaríkjunum og fannst hann skemmtilegur. Og þótt einhverjir hafi gagnrýnt mömmu fyrir að innleiða þennan bandaríska sið á Íslandi var mömmu alveg sama, hún spáði ekkert í hvað öðru fólki fannst um sig. Reyndar var hún sjálf eiginlega búin að fá nóg af þessum Valentínusardegi því hún var sjálf alltaf ein og kærastalaus þegar að honum kom,“ segir hann í forsíðuviðtal við Vikuna sem kemur í verslanir í dag.

Hrafn Valdísarson er á forsíðu nýjustu Vikunnar.

Hrafn þurfti því ungur að standa á eigin fótum en segist hafa notið þess hve vinmörg móðir hans var.

„Næstu vikur og mánuðir voru auðvitað erfiðir og ég viðurkenni að ég var alveg rosalega reiður fyrst á eftir,“ heldur hann áfram. „Ég vildi vita hvað hafði gerst og það var svolítið erfitt að fá upplýsingar um það fyrst.“

Hann telur mikilvægt að njóta lífsins og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Allt geti breyst á einu augabragði, líkt og það gerði þegar móðir hans lést. Hann stofnaði heimasíðuna Fyrstuibudarkaup.is þar sem hann langar að hjálpa ungu fólki, sérstaklega í sömu stöðu og hann var í, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð.

Auk hans eru viðtöl í blaðinu við Emblu Sigurgeirsdóttur keramikhönnuð og listamann, Eybjörgu Drífu Flosadóttur um utanvegahlaup og Sigrúnu Braga- og Guðrúnardóttur um hannyrðahlaup.

Fjallað er um sjónvarpsþættina Mrs. America um baráttuna fyrir innleiðingu ákvæðis um jafnan rétt karla og kvenna í stjórnarskrá Bandaríkjanna, fjallað um konu sem giftist draugi þrjú hundruð ára gamals sjóræningja en sá reyndist enginn draumaprins og tekin saman góð ráð fyrir hlaupara sem eru að byrja skokka út á götur og gangstéttir núna.

- Auglýsing -

Ekki missa af nýjustu Vikunni sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Kaupa blað í vefverslun

 Myndir / Hákon Davíð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -