Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Aðalsteinn tók mynd af ruslagámi Nettó: „Til hvaða ráða getum við gripið svo stórverslanir láti af svona ósóma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalsteinn Svan Hjelm tók í gær mynd af ruslagámi við versluna Nettó á Akureyri. Blöskraði honum innihald hans, en eins og sjá má á mynd sem hann birti á Facebook-síðu sinni þá er öllu hrúgað saman í gáminn: matvöru, plasti, pappakössum og fleira.

„Ætla að leyfa myndinni að tala sínu máli en hér er öllu grautað saman; matvælum sem sjáanlega hefði mátt gefa, pappakössum og plasti sem ég hélt í sakleysi mínu að væri nánast skylda að flokka frá. Væntanlega allt á leið í urðun,“ skrifar Aðalsteinn og bætir við að verslunin sem um ræðir standi þessa daga fyrir Heilsu- og lífsstíldögum.

Allt í einum graut
Mynd / Facebook

Í fyrstu þá tiltók Aðalsteinn ekki nafn verslunarinnar, en eftir ábendingar og hvatningu til þess þá nafngreindi hann hana, en um er að ræða verslun Nettó á Glerártorgi á Akureyri.

Aðalsteinn spyr einnig til hvaða ráða neytendur geti gripið „svo að stórverslanir á borð við þessa láti af svona ósóma? Ég hefði til dæmis haldið að samkeppnisforskot gæti falist í því að draga úr plastnotkun og hlífa nátúrunni eins vel og unnt er með því að flokka ruslið skilmerkilega. Nokkuð sem fyrirtækið gæti svo gert sér markaðslegan mat úr og flaggað með stolti.“

Á vef Samkaupa sem reka Nettó verslanirnar segir: „Við hjá Samkaupum berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum stöðugt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar. Við notum auðlindir af ábyrgð og tökum tillit til umhverfisins í daglegum rekstri okkar.“ Einnig segir þar aðð áhersla sé lögð á flokkun á sorpi. Það er því ljóst að stefnu fyrirtækisins hefur ekki verið fylgt í þessu tilviki.

- Auglýsing -

Færsla Aðalsteins birtist klukkan 17 í gærdag og hefur hún þegar þetta er skrifað fengið fjölda athugasemda og 234 deilingar.

Klukkan 20.48 skrifar Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó athugasemd við færsluna, þar sem hann biðst velvirðingar á atvikinu og segir að farið verði yfir verklag verslunarinnar:

„Heill og sæll Aðalsteinn. Við erum alltaf að vinna að því að bæta okkur í þessum málum en þarna brugðumst við. Við biðjumst innilegrar afsökunar á því og munum fara yfir verklag í verslun okkar.
Nettó hefur verið leiðandi í að flokka og endurvinna og í fyrra forðuðum við 210 tonnum frá því að lenda í gámnum með því að bjóða stig hækkandi afslætti þegar vörur eru að falla á tíma. En betur má ef duga skal.
Þakka þér kærlega fyrir ábendinguna. Við munum bregðast við henni. Mbk. Nettó.“

- Auglýsing -

Aðalsteinn uppfærir því færslu sína nokkru síðar með orðunum: „Nettó hefur beðist afsökunar á þessu framferði og lofar betrun. Virðingarvert og til fyrirmyndar ef þeir breyta um kúrs og flokka allt rusl héðan í frá eins og við hin hér á Akureyri. Upplagt t.d að sýna slík myndbönd á samfélagsmiðlum Samkaupa. Það myndi auka traust á fyrirtækinu og jafnvel skapa því eftirtektaverða sérstöðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -