Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Adda Bára Sigfúsdóttir er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins er látin, 95 ára að aldri. Hún lést að morgni 5. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

Í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru segir

Frá þessu segir í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru, skilur eftir sig 2 börn, 5 barnabörn og 7 barnabörn.

„Adda Bára var fædd í Reykjavík 30. desember árið 1926. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946, önnur tveggja kvenna úr stærðfræðideild. Veturinn 1946 til 47 las hún eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla Íslands en hélt síðan til Óslóar og lauk þar embættisprófi í veðurfræði 1953. Að námi loknu hóf hún störf við Veðurstofu Íslands og var deildarstjóri veðurfarsdeildar frá 1953 til 1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, og sá meðal annars lengi um útgáfu tímaritsins Veðursins. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931 til 1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu.

Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður Æskulýðsfylkingarinnar 1955 til 1956 og varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi þegar Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Þessu starfi gegndi hún til 1974.

Adda Bára tók þátt í stofnun Félags einstæðra foreldra árið 1969 og sat í fyrstu stjórn þess. Hún lét jafnréttismál alltaf til sín taka og beitti áhrifum sínum i þágu kvenna bæði í heilbrigðisráðuneytinu og borgarstjórn, auk þess að sitja í stjórn Kvenréttindafélagsins um tíma.

- Auglýsing -

Adda Bára giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, rithöfundi og blaðamanni árið 1956. Bjarni lést árið 1968. Þau eignuðust tvo syni; Sigfús og Kolbein. Adda Bára á sjö barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -