Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Adda Örnólfs er látin: Gerði Bellu símamær fræga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Adda Örnólfs er látin. Adda, sem hét fullu nafni, Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir, fæddist árið 1935 á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist ung ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Sagt er frá ferli hennar á vefsíðunni Glatkistan.

Adda varð þjóðþekkt og afar dáð fyrir lög á borð við Bella símamær og Nótt í Atlavík. Hún var uppgötvuð átján ára gömul á tónleikum sem Kristján Kristjánsson og sveit hans, KK-sextett stóð fyrir sumarið 1953 en þá var til siðs að leyfa ungum og efnilegum söngvurum að spreyta sig. Elly Vilhjálms þreytti einnig frumraun sína á þessum tónleikum.

Frammistaða Öddu varð til þess að vekja á henni athygli og áður en árið var liðið hafði hún sungið inn á plötu ásamt Ólafi Briem við undirleik tríós Ólafs Gauks Þórhallssonar. Á þeirri plötu var að finna tvö lög, Indæl er æskutíð og Íslenzkt ástarljóð en fyrrnefnda lagið (ítalskt lag) er hið sama og Bjössi á mjólkurbílnum, sem Haukur Morthens gaf út um svipað leyti, en með öðrum texta.

Söngur þeirra varð strax þekktur og Adda söng nokkuð með KK-sextett í kjölfarið, hljómsveit Magnúsar Randrup og einhverjum öðrum sveitum einnig. Nokkrum árum seinna dró Adda sig í hlé frá tónlistinni og helgaði sig húsmóðurstörfum og barnauppeldi.

Adda var nýorðin 85 ára þegar hún lést.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -