Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Aðdáendurnir verða ekki sviknir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollywood Reporter greindi fyrir skemmstu frá því að íslenska hrollvekjan Rökkur yrði endurgerð fyrir bandarískan markað. Mannlíf náði tali af leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, Erlingi Óttari Thoroddsen, sem er alveg í skýjunum með þetta, en Erlingur mun skrifa handrit endurgerðarinnar.

Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá kom þetta svolítið flatt upp á mig því ég bjóst einhvern veginn aldrei við að Rökkur yrði endurgerð. En ég er afskaplega spenntur fyrir þessu því Orion Pictures framleiddi margar af bestu Hollywood-myndum 9. og 10. áratugarins, t.d. Silence of the Lambs, Amadeus, The Terminator og fleiri. Fólkið sem vinnur þar er frábært þannig að ég hlakka mikið til samstarfsins og það verður æðislegt að fá að taka svona stóran þátt í sköpunarferlinu,“ segir Erlingur glaður.

Spurður hvernig hafi komið til að Orion Pictures keypti réttinn að myndinni svarar Erlingur að þetta hafi byrjað með því að framleiðendur sem sáu hana á kvikmyndahátíð erlendis, haft samband og spurt hvort endurgerðarrétturinn væri laus. „Ég sagði þeim að svo væri og við vorum í sambandi í nokkra mánuði en ekkert gerðist í raun og veru þar til þeir létu mig vita að þeir hefðu átt fund með Orion. Fólkið þar hefði horft á myndina, elskað hana og vildi endurgera hana fyrir amerískan markað. Í kjölfarið fóru hjólin að snúast hratt.“

„ … það verður æðislegt að fá að taka svona stóran þátt í sköpunarferlinu.“

Að sögn Erlings eru virtir aðilar innan bandaríska kvikmyndabransans að vinna með honum á bak við tjöldin að endurgerðinni. „Þetta eru framleiðendur sem hafa gert alls konar myndir, alveg frá The Kids Are Alright með Annette Bening og Julianne Moore í aðalhlutverkum yfir í Piranha 3D. Þannig að teymið sem er í kringum myndina er afskaplega sterkt og spennandi og ég er alveg í skýjunum með það.“

Hvað var það við myndina sem heillaði þá? „Það var nú ýmislegt en ég held að aðalatriðið hafi verið hvers raunsætt sambandið milli persónanna Gunnars og Einars er og hvernig það helst sterkt gegnum alla myndina. Þeir voru spenntur fyrir því að gera hrollvekju með hinsegin aðalpersónum. Það er mikill skortur á þannig verkefnum í Hollywood og þeir telja að stór áhorfendahópur muni tengja við söguna.“

Spurður hvort sögunni verði eitthvað breytt verður Erlingur leyndardómsfullur og segist ekki geta talað mikið um það að svo stöddu. „Eina sem ég get sagt er að það verða ýmsar nýjungar þótt sjálfur kjarni sögunnar haldi sér og hinsegin elementin verða áfram til staðar. Aðdáendur íslensku myndarinnar verða ekki sviknir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -