Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Aðeins bólusettir Íslendingar geta ferðast til Bandaríkjanna – Verður AztraZeneca til vandræða?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Evrópubúum og þar af leiðandi Íslendingum verður heimilt að heimsækja Bandaríkin frá og með byrjun nóvember. Þess má geta að Evrópubúum hefur ekki verið heimilt að fara yfir bandarísk landamæri síðan í mars í fyrra, þegar heimsfaraldurinn hófst.

Eins og staðan er í dag liggur ekki fyrir nákvæmlega hvaða dag þessi breyting gengur í gildi og eins leikur vafi á því hvaða kröfur bandarísk yfirvöld munu gera til bólusetningavottorða ferðamanna.

Innan Evrópu á Schengen svæðinu hefur reglan verið sú að eingöngu ferðamenn með bóluefni sem fengið hefur markaðsleyfi í Evrópu sleppa við sóttkví. Ef Bandaríkjamenn notast við sömu reglu þá vandast málin fyrir þann hóp sem fékk bóluefni AstraZeneca.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur einungis gefið grænt ljós á bóluefni Moderna, Pfizer og Johnson&Johnson, en samkvæmt heimildum frá turisti.is hafa forsvarsmenn lyfjaframleiðandans AstraZeneca ekki sóst eftir samþykki á sínu efni vestanhafs.

Stór hluti Íslendinga og annarra Evrópubúa er hins vegar bólusettur með AstraZeneca. Það verður þó ekki vandamál að sögn Anthony Fauci, sóttvarnalæknis Bandaríkjanna. Í viðtali við Times í Bretlandi segir hann að bólusetning með AstraZeneca ætti að verða viðurkennd sem fullnægjandi vörn fyrir ferðamenn áður en landamærin verða opnuð í nóvember.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -