Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Sigur Rós metin á tæpa tvo milljarða: Ofsóttir á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Sigur Rós hefur vegnað vel á alheimsvísu í meira en tvo áratugi. Bandið liggur nú í dvala eftir margvísleg áföll.

Í laginu fræga, Vetrarsól, eftir Gunnar Þórðarson sem Björgvin Halldórsson syngur, er spurt í texta lagsins, sem er eftir Ólaf Hauk Símonarson: „Hvers virði er allt heimsins prjál, ef það er enginn hér?“

Þessa sömu spurningar mætti spyrja í tengslum við núverandi stöðu hinnar heimsfrægu hljómsveitar Sigur Rós.

Íslensk stjórnvöld hafa þakkað hljómsveitinni árangurinn með ítrekuðum skattarannsóknum og hafa meðlimir Sigur Rósar fyrir löngu greitt allar sínar sektir og skuldir og verið sýknaðir en samt heldur ríkið áfram að lögsækja bandið.

Þá var hljómsveitinni erfitt þegar Orri Páll Dýrason var sakaður um nauðgun og hætti hann í kjölfarið í hljómsveitinni.

Mesta áfall Sigur Rósar var þó brotthvarf Kjartans Sveinssonar sem ákvað að snúa sér alfarið að sólóferli sínum, en Kjartan var algjör lykilmaður hljómsveitarinnar.

- Auglýsing -

Sigur Rós er enn til sem hljómsveit og þénar vel á ári hverju þótt þeir haldi ekki tónleika lengur og þá virðist sem að bandið sé ekki að semja nýtt efni; meðlimir Sigur Rósar eru í dag aðeins tveir – Jónsi og Georg Hólm.

Erfitt er að fullyrða hversu mikils virði Sigur Rós er í beinhörðum peningum. Eftir mikið grúsk blaðamanns Mannlífs er niðurstaðan sú, gróflega áætluð , fjórtán milljónir dollara sem nemur eitt þúsund og átta hundruð milljónum króna.

Núverandi og fyrrverandi meðlimir Sigur Rósar eru því ekki á flæðiskeri staddir fjárhagslega þótt skattamálið hafi vissulega tekið sinn toll, andlega, líkamlega og fjárhagslega.

- Auglýsing -

En tekjurnar af fyrri verkum hljómsveitarinnar streyma enn inn í stórum stíl, til dæmis í gegnum Spotify og fleiri veitur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -