Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Aðför að heilsu kvenna: „Hvaða endalausa væl er þetta um leghálsskimanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú verðum við að leggja til hliðar pólitík og aðra hagsmuni, þetta mál er stærra en allt það og ég hreinlega skil ekki að þetta hafi ekki ratað inní ykkar þætti þar sem þetta snertir okkur öll,“ segir Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, í opnu bréfi þar sem hún skorar meðal annars á ríkisfjölmiðilinn RÚV að fjalla nánar um óheyrilegan biðtíma eftir svörum úr sýnatöku.

Bréfið birtir Þórlaug Alda í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna og skorar hún á aðra meðlimi hópsins að þrýsta einnig á opinbera umfjöllun í þeim tilgangi að krefjast umbóta. „Ég veit vel að ég er alveg örugglega ekki sú eina sem hefur bent ykkur á þetta mál og verð ekki sú síðasta,“ segir Þórlaug Alda jafnframt. „Og að fjalla ekki um mál sem snýr að líf og heilsu allra kvenna þessa lands sem hafa fætt í þennan heim hvern einasta skattborgara þessa lands, er vægast sagt lélegt.“

Of óspennandi fyrir umfjöllun?

Þórlaug Alda skefur ekki af hlutunum. „Þú sem lest þennan póst og hugsar: Hvaða væl er þetta endalaust um þetta mál það selur ekki nógu vel eða það er enginn að tala um þetta. Þú þekkir alveg örugglega einhverja konu sem er með tárin í augunum heima hjá sér því hun fær engin svör um hvort hún sé haldin lífshættulegum sjúkdómi eða ekki eða hún fær misvísandi svör eða hún hefur beðið í margar vikur, jafnvel mánuði sem síðan skila því að sýni sé ófullnægjandi“.

Spyrja forviða hvað orðin nánari leit feli í sér

Innlegg Þórlaugar Öldu hefur vakið sterkar undirtektir í hópnum og segir þannig annar meðlimur: „Ég væri líka til í að fá svör við því af hverju við þurfum bara að koma á 5 ára fresti hér eftir í skimun.“ Áhyggjufullur meðlimur spyr þá einnig hvernig „sú leit sé nánari“ og vísar þar til svara heilsugæslu um nánari leit en áður. Má einnig lesa vangaveltur um hvað ljósmæður eigi við með að nú framkvæmi heilsugæslustöðvar nánari skimun: „En þetta sagði ljósmóðir mér á minni heilsugæslustöð í óspurðum fréttum.“

Furðar sig á þöggunartilburðum og vill efla umræðuna til muna

Þórlaug Alda segir í viðtali við blaðamann MANNLÍF segir völundarganga krabbameinsskimana til háborinnar skammar. Vísar hún einnig í óheyrilega langan biðtíma og í opnu bréfi til fréttaskýrenda RÚV leggur hún til gagngera rannsóknarumfjöllun með orðunum: „Þú sem lest þennan póst og hugsar: Hvaða væl er þetta endalaust um þetta mál.“

Þórlaug vildi í viðtali við blaðamann ekki geta þess hvort eða hvenær hún vænti svara en MANNLÍF mun fylgja máli grannt eftir næstu daga og kanna hversu gott aðgengi íslenskra kvenna er að leghálskrabbameinsskimunum um þessar mundir. Hér má sjá opið bréf Þórlaugar Öldu eins og það birtist í Facebook hópnum Aðför að heilsu kvenna í dag:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -