Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Aðgerðirnar hafa skilað árangri og færri sjúklingar bíða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðan aðgerðum sem embætti landlæknis lagði til að hrint yrði í framkvæmd vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans var framfylgt hefur staðan batnað. Nú bíða nokkru færri einstaklingar á deildum spítalans vegna útskriftarvanda en þegar úttektin var gerð er fram kemur í grein á vef Stjórnarráðsins.

Embætti landlæknis réðst í gerð hlutaúttektar á bráðamóttökunni í desember 2018 vegna ábendingar um að mikið álag á móttökunni ógnaði öryggi sjúklinga. Í úttektarsýrslu kom fram að ekki eru til neinar skyndilausnir til að laga ástandið en embættið kom með tillögur yfir leiðir til að bæta það. Skýrsluna má lesa í heild sinni hérna.

Ábendingar í níu liðum

Ábendingarnar til heilbrigðisráðuneytisins voru í níu liðum og sneru einkum að því að efla þjónustu við aldraða, bæði með fjölgun hjúkrunarrýma og jafnframt með aukinni heimahjúkrun, fjölgun dagdvalarrýma og áherslu á heilsueflingu aldraðra. Einnig er í ábendingunum fjallað um aðgerðir til að efla mönnun, sérstaklega í störfum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og um sérhæfða heimaþjónustu við veika aldraða.

Í skýrslunni segir m.a.: „Sá vandi sem hér um ræðir er aðallega tilkominn vegna tveggja þátta eins og áður hefur verið rætt, það er skorts á hjúkrunarrýmum og undirmönnunar, ekki síst meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þessi vandi hefur verið til staðar um nokkurn tíma og áður verið bent á hann. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til mótvægis, bæði af hálfu Landspítala og stjórnvalda. Nú er svo komið að vandinn er af þeirri stærðargráðu að við þetta ástand verður ekki unað. Það getur skapað jarðveg fyrir óvænt atvik og hættu á frekara brottfall starfsfólks.“

Í greininni á vef Stjórnarráðsins kemur fram að tekist hafi að fjölga hjúkrunar- ög dagdvalarrýmum töluvert á nýliðnu ári og hafi það bætt ástandið svo um munar.

- Auglýsing -

„Þetta er langhlaup“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir vandan ekki verða leystan með einni aðgerð. „Við leysum ekki vanda bráðamóttökunnar með einni aðgerð. Þetta er langhlaup þar sem markviss og viðvarandi vinna, útsjónasemi og framsýni er lykillinn að árangri. Mönnunarvandinn er þar meðal stórra verkefna og enn frekari efling heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu sömuleiðis“ er haft eftir Svandísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -