Átaksherferðin Íslenskt – gjörið svo vel fellur í skaut íslensku auglýsingastofunnar Brandenburg. Vinnsla á herferðinni er þegar hafin, en fjölmennur hópur fólks kemur að henni og hljóðar kostnaður upp á nítíu milljónir.
„Þetta er frábær tilfinnig. Við erum ótrúlega ánægð með að hafa unnið þetta verkefni, alveg í skýjunum enda lögðum við mikla vinnu í það. Nú erum við bara full tilhlökkunar að keyra þetta í gang,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar auglýsingastofu og einn fjögurra eigenda.
Nú á haustdögum buðu Ríkiskaup út kynningarverkefni í tengslum við átakið Íslenskt – gjörið svo vel, en tilgangur átaksins er að efla vitund Íslendinga á íslenskum vörum og þjónustu og er það hugsað sem hluti af mótvægisaðgerum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveiru. Sex aðilar sendu inn hugmynd og fór svo að Brandenburg bar sigur úr býtum.
„Við vorum beðin um að koma hugmynd og útfærslu, stefnumörkun og birtingarstefnu líka, en kostnaðaráætlunin var 90 milljónir,“ segir Ragnar, „og ég held að óhætt sé að segja að hugmyndin hafi slegið í gegn og stefnumótunin og stragedían hafi hrifið dómnefndina því við vorum nánast með fullt hús stiga, eða 99,8 stig, sem er auðvitað mjög góður árangur.“
Dómnefndin var að sögn Ragnars skipuð fulltrúa sjávar- og landbúnaðarráðherra og fulltrúa ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt þremur fulltrúum atvinnulífsins, og réði úrslitum samanlögð einkunnagjöf á nokkrum aðsildum þáttum, þar á meðal stefnumörkun, birtingarstefnu og auðvitað hugmyndinni sjálfri. Má Ragnar tjá sig um hana? „Ég get nú ekki sagt frá henni að svo stöddu,“ segir hann leyndardómsfullur, „en við erum alla vega gríðarlega spennt að kynna hana fyrir þjóðinni þegar að því kemur.“
Og hvenær verður það? „Markmiðið er að herferðin fari af stað þann 8. september næstkomandi,“ svarar hann. „Þannig að það þarf að keyra þetta verkefni hratt og örugglega áfram, eins og gengur og gerist í auglýsingabransanum, fyrir utan að þetta er auðvitað aðkallandi verkefni fyrir atvinnulífið og þjóðina. Við erum þegar byrjuð á þessu og erum á fullu að undibúa og framleiða og það er stór hópur fólks sem kemur að þessu verkefni, kvikmyndagerðarfólk, ljósmyndarar og fleiri. Það er ekki eftir neinu að bíða.“
„Þetta hefur allt áhrif og skiptir máli, ekki bara fyrir fyrirtæki og stofnanir, heldur fyrir fólkið í landinu.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brandenburg kemur að átaksverkefnum af þessu tagi. „Við vorum fengin til að sjá um átakið Ísland – komdu með sem fékk Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og er óhætt að segja að landinn hafið tekið við sér, þannig að við höfum tekið þátt í herðferðum sem ganga út á að fá fólk til að velja íslenska vöru og þjónustu og þau hafa hjálpað til.
Fyrir fyrstu Inspired by Iceland herferðina gerðum við fræga auglýsingu með fólki að dansa víðsvegar um landið sem vakti mikla athygli á Íslandi sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn og gekk mög vel á sínum tíma. Átakið Ísland – komdu með skipti líka máli fyrir innlenda ferðaþónustu. Þessar herferðir hafa hjálpað til og sjálfsagt hefur aldrei skipt jafn miklu máli og nú, í þessu COVID-19 ástandi, að keyra af stað herferð eins og þessa.
Við bindum vonir við að fá Íslendinga til að kaupa íslenska vöru og þjónustu af íslenskum fyrirtækjum, því um leið og maður á viðskipti við íslenskan aðila fær hann fjármuni til að versla við íslenska byrgja og svo koll af kolli. Þetta er ákveðin hringrás og skiptir sköpum því þannig höldum við störfum og sköpum ný störf,“ segir Ragnar.
Hann segist því vera meðvitaður um að Íslenskt – gjörið svo vel sé mikilvægt verkefni fyrir þjóðarbúið. „Já, að sjálfsögðu gerum við það. Við vitum hversu mikilvægt það er að bæði fyritæki og stofnanir reyni að setja sína vöru og þjónustu og ráðgjöf í fókus, eins og hægt er, því þetta hefur allt áhrif og skiptir máli,“ segir hann með áherslu, „ekki bara fyrir fyrirtæki og stofnanir, heldur fyrir fólkið í landinu.“