Þeir aðilar sem standa að söfnun fjár til stofnunar nýs lággjaldaflugfélags hafa óskað eftir fundi með Skúla Mogensen, fyrrum forstjóra WOW air. Tilgangur fundarins er að skoða mögulega aðkomu hans að nýju félagi.
Á dögunum var vefsíðan hluthafi.com opnuð og er tilgangur hennar að safna minnst 10 til 20 þúsund hluthöfum til að stofna nýtt einkahlutafélag sem myndi fjárfesta í endurreistu WOW air eða nýju lággjaldaflugfélagi. Í fyrstu var á huldu hver stæði að baki vefnum en eftir fyrirspurnir fjölmiðla steig maður að nafni Friðrik Atli Guðmundsson fram og gekkst við honum. Hann vill þó ekki gefa upp hverjir aðrir standa að baki söfnuninni. Skúli Mogensen sagðist í vikunni ekkert kannast við síðuna.
Fjármálaeftirlitið fór í gær fram á að vefsíðunni yrði lokað þar sem svo virðist að skilyrði laga um verðbréfaviðskipti eru ekki uppfyllt. Í kjölfarið breyttu forsvarsmenn síðunnar fyrirkomulagi söfnunarinnar.
Í tilkynningu frá hlutahafa.com sem send var út nú síðdegis segir að fljótlega muni birtast teljari á síðunni þar sem almenningur getur fylgst með gengi söfnunarinnar. Einnig verði auglýst eftir sérfræðingum sem muni koma að ýmsum verkefnum við stofnun félagsins.
Enn fremur segir að í dag muni aðstandendur hluthafa.com óska eftir fundi með Skúla Mogensen svo að hægt verði að skoða hans aðkomu að nýju félagi sem annað hvort verði reist á grunni WOW eða stofnun nýs félags.
Tilkynningin í heild birtist orðrétt hér að neðan.
„Aðstendur hluthafi .is vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa skrifað sif fyrir áskrift að nýjum rekstri lágjaldaflugfélags sem er slíkur fjöldi að varla verður hægt að koma að skilaboðum nema með fjölpósti eða með fréttatilkynningum.
Ljóst er að verkefnið á full erindi til almennings og viljum við að almenningur og fjölmiðlar fylgist með síðunni hluthafi.com
Þar stendur til að setja inn teljara á síðuna á næstunni til að almenningur geti fylgst með þeim fjölda sem skráir sig fyrir hlutum.
Einnig er nauðsynlegt að fylgjast með síðunni þar sem við erum að auglýsa eftir sérfræðingum til að koma að ýmsum verkefnum við stofnun félagsins.
Dæmi:
Í dag auglýsa aðstendur hluthafa.com eftir fundi með Skúla svo að hægt verði að skoða hanns aðkomu að nýju flugfélagi sem reist verður á grunni WOW eða stofnað verði nýtt félag.
Ekki verður farið í rekstur tveggja félaga. Ef Skúli er búinn að gera viðskiftamótel að endurreysn WOW þá þurfa sérfræðingar Hluthafa að fara yfir mótelið.
Ekki er víst að Skúli geti verið ráðandi hluthafi í nýju félagi.
Þar fyrir utan þá hefur Hluthafi.com auglýst eftir öðrum rekstraraðilum ó háðir Skúla til að koma að rekstri nýs lágjalda félags.
Ljóst er að Hluthafar hluthafa.com koma ekki til með að fjárfesta í félagi nema tryggt verði að sá rekstur sé full fjármagnaður og rekstur þess sé tryggður til framtíðar.
Einnin vonum við að þar skapist vettvangur til að fara yfir með málefnalegum hætti hvernig sé hægt fyrir ferðaþjónustu á íslandi að nýta sér nýtt lágjalda félag til að styrkja innviði .“