Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Aðstoðarhótelstjóri og starfsmaður í móttöku reyna að sinna þrifum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðstoðarhótelstjóri á Arctic Comfort Hotel mun reyna að sinna þrifum og öðrum þernuverkum í dag ásamt starfsmanni úr móttöku vegna verkfalla.

Verkfall um sjö hundruð hótelþerna í Eflingu hófst klukkan tíu í morgun og mun standa til miðnættis í kvöld. Ljóst er að verkföllin munu hafa töluverð áhrif á hótelrekstur í dag.

Aðstoðarhótelstjóri á Arctic Comfort Hotel í Síðumúla mun reyna að sinna þrifum og öðrum þernuverkum í dag ásamt starfsmanni úr móttöku.

„Við erum búin að hengja upp tilkynningu til gesta þar sem segir að þjónusta verði eitthvað skert í dag. En gestir geta komið niður í móttöku og sótt ný handklæði sjálfir,“ segir Michael, aðstoðarhótelstjóri Arctic Comfort Hotel, í samtali við Mannlíf.

Micheal segir að starfsfólk hótelsins hafi náð að undirbúa sig vel í morgun og því ætti ekki að vanta mikið upp á þjónustuna í dag. „En við verðum bara að sjá hvernig dagurinn fer,“ segir Micheal.

Á Arctic Comfort Hotel eru 56 herbergi og 85% þeirra eru bókuð í dag að sögn Michael.

Mynd / Arctic Comfort Hotel

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -