Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Aðstoðarmaður þingflokks Pírata sakar Miðflokkinn um nasískar aðferðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Að magna upp hræðsluna við eitthvað óskilgreint, flókið og útlenskt er sama taktík og nasistar notuðu við að útrýma gyðingum, sósíalistum, hommum og fötluðum,“ skrifar Eiríkur Rafn Rafnsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata á hópa sem kallast Pírataspjallið. Facebook-hópurinn er óformlegur umræðuvettvangur flokksins með tæplega þrettán þúsund meðlimi.

Eiríkur segir umræðu um þriðja orkupakkann einkennast af hræðsluáróðri og lygum. Hann gefur um leið í og setur málið í samhengi við aðferðir Nasista.

Sjá einnig: Orkupakkinn skekur stjórnmálin

„Þjóðernispopúlistahræðsluáróðri Miðflokksins“ vill hann að verði hafnað og þriðji orkupakkinn ræddur á grunni staðreynda. „Hver sá sem segir þér að þriðji orkupakkinn snúist um valdaafsal Íslands til Evrópu, nauðungarsölu á Landsvirkjun, sjálfkrafa samþykki fyrir lagningu sæstrengs eða að það þurfi að virkja hvern einasta bæjarlæk samkvæmt skipunum frá ESB…. ER AÐ LJÚGA AÐ ÞÉR!“

Sjá einnig: Þórdís Kolbrún hjólar í andstæðinga þriðja orkupakkans og segir þá fara með „hrein ósannindi“

Í gær birtist umsögn ASÍ vegna málsins þar sem Alþýðusambandið lýsir sig andsnúið samþykkt þriðja orkupakkans. Andstæðingar málsins hafa því fengið öflugan stuðning. „Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks,“ segir í umsögn ASÍ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -