Í meðfylgjandi myndbandi fer einkaþjálfarinn David Kirsch yfir þrjátíu mínútna æfingu sem kemur svo sannarlega á óvart.
David þessi er einkaþjálfari stórstjörnunnar Jennifer Lopez og sýnir okkur ýmsar æfingar sem söng- og leikkonan elskar. Þessar æfingar eru langt því frá að vera léttar og taka vel á öllum vöðvum líkamans.
Í myndbandinu eru notuð létt handlóð og sérstakar mottur til að geta rennt fótum og höndum auðveldlega um gólfið. Í staðinn fyrir lóð er hægt að fylla flöskur af vatni eða bara sleppa lóðunum. Í staðinn fyrir motturnar er hægt að nota lítið handklæði eða þvottapoka.
Góða skemmtun!