- Auglýsing -
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá nýlegri æfingu sinni í færslu á Facebook, en æfingar viðbragðsaðila eru nauðsynlegar til að viðhalda þekkingu sinni við erfiðar aðstæður.
Að þessu sinni var æfð aðferð sem heitir hraðbjörgun eða Hurtig Frigjørning á norsku. Aðferðin er þróuð af Norsk Luftambulance og norska slökkviliðinu.
Hraðbjörgun er notuð þegar ná þarf mjög alvarlega slösuðum einstaklingum hratt út úr bílflökum.
Þá er bíllinn festur við tvo dælubíla og togaður og klipptur í sundur, og sparar aðferðin mikinn tíma.