Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

„Æi þegiðu, þú ert svo vitlaus!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir // Jón Óðinn Waage

Við vorum saman í bekk í tvö ár á unglingsárunum.  Við æfðum líka saman handbolta.   Hann var ljúfur drengur sem að aldrei sagði styggðaryrði við nokkurn mann.  Ég veit ekki hvers vegna ég fór að koma illa fram við hann, ég hafði enga ástæðu til þess.

Í hvert skipti sem að drengurinn tjáði sig þaggaði ég niður í honum með orðunum:

Æji þegiðu, þú ert svo vitlaus.

Hann þagnaði alltaf þegar ég sagði þetta, andmælti mér aldrei og sýndi aldrei nein viðbrögð önnur en þau að þagna.

Eftir grunnskóla fór hann ekki í frekara nám, fór á sjóinn sem háseti og reyndist afbragðs starfskraftur, duglegur og ósérhlífinn.  En hann var ekki sterkbyggður.  Að fara sem óharðnaður unglingur til sjómennsku tekur á líkamann.  Bakið á honum gaf sig fyrir aldur fram og nú í dag þarf hann að styðja sig við staf.

Eftir að hann kom í land og missti heilsuna hefur hann menntað sig.  Þá kom í ljós að hann var gæddur góðum námshæfileikum.

Ég hef oft litið í eigin barm og hugsað til þess hvert innlegg mitt hafi verið í líf þessa góða drengs.  Af engri ástæðu braut ég stöðugt niður sjálfstraust hans, þrýsti því miskunnarlaust inn í huga hans að hann væri vitlaus, sem að hann var alls ekki.

- Auglýsing -

Það dugir ekki bara að segja fyrirgefðu, það þarf að bæta fyrir.  Stundum er skaðinn það mikill að það er ekki hægt.  En það er hægt að skammast sín og það geri ég.

Ég vildi að ég hefði ekki verið svona vitlaus.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -