Elísabet Brynjarsdóttir er miður sín yfir að myndaalbúm, sem inniheldur ljósmyndir frá æsku hennar, hafi endað í Góða hirðinum.
Elísabet segir frá því á Twitter að vinkona hennar hafi rekist á myndaalbúm í Góða hirðinum í gær. Albúmið reyndist innihalda ljósmyndar af Elísabetu þegar hún var barn.
„Heldur betur og ekki skánar það, æska mín er metin á um 500kr,“ skrifar Elísabet þegar hún er spurð hvort vinkonan hafi ekki keypt albúmið.
Twitter-færsla Elísabetar hefur vakið mikla athylgi síðan hún birtist. Færsluna má sjá hér fyrir neðan:
Vinkona mín fann myndaalbúm í Góða hirðinum og kannaðist eitthvað við þetta barn jú jú þetta er bara ÉG og ÆSKA MÍN sem einhver í fjölskyldunni fór með á HAUGANA en ENGINN VILL JÁTA Á SIG SÖK pic.twitter.com/ujSamI8UT0
— Elísabet Brynjars (@betablokker_) September 9, 2019