Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Ætla að loka alfarið á slúðurblöðin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, hafa nú sest að á nýju heimili í Los Angeles eftir að hafa sagt sig frá opinberum embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar. Hjónin hafa verið undir smásjá síðan þau fluttu frá Bretlandi en nú hafa þau tekið ákvörðun um að loka alfarið á bresku slúðurblöðin. BBC greinir frá þessu og birtir bréfið í heild sinni.

Upplýsingafulltrúi Harry og Meghan hefur sent bréfið á nokkur slúðurblöð fyrir þeirra hönd þar sem greint er frá þessari ákvörðun. Tímaritin SunMirrorDaily Mail og Express munu hafa fengið bréf frá hjónunum.

Þetta þýðir að upplýsingastreymi hjónanna mun hætta að svara fyrirspurnum og símtölum frá þessum tilteknu tímaritum.

Í bréfinu segir að Harry og Meghan hafi tekið ákvörðunum um að vinna ekki áfram með blöðunum vegna þeirra falsfrétta sem þau birta gjarnan og að hjónin hafi ekki áhuga á að vera gjaldmiðill í heimi þar sem allt snýst um að fá smelli.

Í bréfinu kemur fram að hjónin hafi áhyggjur af áhrifum falsfrétta og að þau hafi oft horft upp á slúðurblöð tæta líf fólks í sig.

Í bréfinu er tekið fram að ætlunin sé ekki að forðast gagnrýni. „Fjölmiðlar hafa rétt á að fjalla um hjónin og hafa sína skoðun á þeim, hvort sem hún er góð eða slæm. En umfjöllunin má ekki byggja á lygum,“ segir meðal annars í bréfinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -